„Ég tel mig uppfylla öll hæfisskilyrði og ég bý yfir mikilli reynslu,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fyrrum þingmaður og borgarfulltrúi, sem hefur sótt um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði.

Vigdís bendir á að hún sé lögfræðingur, garðyrkjumaður, hafi verið þingmaður, formaður fjárlaganefndar og borgarfulltrúi.

„Já, ég gæti vel hugsað mér að búa í Hvergagerði og ég er með margar sterkar tengingar þangað,“ segir Vigdís og nefnir ekki síst garðyrkjuna og Garðyrkjuskólann.

Hún segist hafa mjög sterkar taugar til Hveragerðis. "Ég tel að garðyrkju- og lögfræðimenntun mín nýtist vel í þessum fallega blómabæ.“

Linnulausar fréttir voru um tíma á síðasta kjörtímabili af deilum Vigdísar við starfsmenn ráðhússins og gagnkvæmar ásakanir um einelti.

-Hvað með mannleg samskipti? Var ekki alltaf brjálað milli þín og starfsmanna Ráðhússins?

„Nei, það var bara alltaf verið að blása það upp. Þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög góð í samstarfi,“ svarar Vigdís. „Ég er mjög góð í mannlegum samskiptum. Það má ekki rugla því saman við pólitískan ágreining,“ bætir hún við.

„Miði er möguleiki, segir Vigdís, spurð hvort hún sé vongóð um að fá bæjarstjórastöðuna.

Eftirfarandi sækja um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði

 • Ágúst Örlaug­ur Magnús­son - Vakt­stjóri
 • Geir Sveins­son - Sjálf­stætt starf­andi
 • Glúm­ur Bald­vins­son - Sjálf­stætt starf­andi
 • Jón Aron Sig­munds­son - Sjálf­stætt starf­andi
 • Karl Gauti Hjalta­son - Fyrrv. þingmaður
 • Karl Óttar Pét­urs­son - Lögmaður
 • Kol­brún Hrafn­kels­dótt­ir - For­stjóri
 • Kon­ráð Gylfa­son - Fram­kvæmda­stjóri
 • Krist­inn Óðins­son - CFO
 • Lína Björg Tryggva­dótt­ir - Skrif­stofu­stjóri
 • Magnús Björg­vin Jó­hann­es­son - Fram­kvæmda­stjóri
 • Matt­hild­ur Ásmund­ar­dótt­ir - Fyrrv. bæj­ar­stjóri
 • Sig­urður Erl­ings­son - Stjórn­ar­formaður
 • Sig­ur­geir Snorri Gunn­ars­son - Eft­ir­launaþegi
 • Valdi­mar O. Her­manns­son - Fyrrv. sveit­ar­stjóri
 • Vig­dís Hauks­dótt­ir - Fyrrv. borg­ar­full­trúi
 • Þor­steinn Þor­steins­son - Deild­ar­stjóri
 • Þór­dís Sif Sig­urðardótt­ir - Fyrrv. sveit­ar­stjóri
 • Þröst­ur Óskars­son - Sér­fræðing­ur