Innlent

Vig­­dís Hauks­: Hrólfur hitti ekki á sverðið

Vig­dís Hauks­dóttir gefur ekki mikið fyrir til­raunir Hrólfs Jóns­sonar til þess að axla á­byrgð á um­fram­kostnaði við braggann í Naut­hólfs­vík. Hafi hann ætlað að falla á sverðið fyrir borgar­stjóra þá hafi það mis­tekist.

Vigdís Hauksdóttir segir að hafi Hrólfur Jónsson ætlað að láta sig falla á sverðið fyrir borgarstjóra þá hafi það mitekist. Hann hafi ekki hitt. Fréttablaðið/Samsett

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur telur Hrólf Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, síst hafa bætt stöðu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með því að axla ábyrgð á mistökum við gerð braggans í Nauthólsvík.

Sjá einnig: Braggamálið: „Fólk gerir bara mistök“

„Nú stígur inn á sviðið skrifstofustjóri sem hætti í vor og lýsir allri ábyrgð á sjálfan sig og segir jafnframt að Dagur hafi ekki vitað neitt, segir Vigdís um það sem hún kallar tilraun Hrólfs til þess að falla á sverðið.

Hrólfur viðurkenndi í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun að mistök hefðu verið gerð í framkvæmdinni við braggann í Nauthólsvík og að 120 milljón króna umframkostnaður væri á hans ábyrgð.

„Ef borgarstjóri hefur ekki haft hugmynd um þennan braggablús þá náttúrlega hefur hann ekki verið hæfur til að stjórna borginni í mörg, mörg ár,“ segir Vigdís í samtali við Fréttablaðið.

Hitti ekki á sverðið

„Kjörnir fulltrúar bera ábyrgð og embættismannakerfið á að fara eftir pólitískri leiðsögn þeirra sem skipa meirihluta hverju sinni,“ segir Vigdís. „Þeir eiga ekki að taka sömu ákvarðanir eða fara með fjárheimildir án samþykkis kjörinna fulltrúa eins og um þeirra eigið seðlaveski væri að ræða. Það er mergurinn málsins.“

Vigdís leggur áherslu á að Hrólfur geti ekki fríað borgarstjóra ábyrgð á málinu. „Þessi ágæti maður sem var þarna í morgun og hætti af einhverjum orsökum akkúrat eftir kosningar, hann getur ekki tekið ábyrgð á þessu,“ segir hún um viðtalið á Rás 2.

„Þetta eru á engan hátt gild rök og ef það á að henda Hrólfi á sverðið eða hvort hann hafi ætlað að reyna að falla á það sjálfur í morgun þá hitti hann ekki á sverðið.“

Vigdís segir að enn sjái ekki fyrir endann á braggamálinu og að hún geri ráð fyrir að langt sé í að öll kurl komi til grafar. „Vegna þess að það er allt í steik í borginni þannig að nýs meirihluta býður það risastóra verkefni að gera alls herjar úttekt á bæði stjórnskipan og fjármálum borgarinnar. Eins og ég lagði til 4. september síðastliðinn en var fellt af meirihlutanum.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ó­háðri út­tekt á bragga­máli vísað frá

Innlent

Bragginn „æpandi dæmi“ um sóun á almannafé

Reykjavík

Hringdi bjöllum í Braggamáli

Auglýsing

Nýjast

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

„Óbilgirnin er svakaleg“

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

Auglýsing