Vig­dís Hauks­dóttir, borgar­full­trúi Mið­flokksins, hefur á­kveðið að gefa ekki kost á sér í komandi sveitar­stjórnar­kosningum. Hún segir að síðasta kjör­tíma­bil hafi verið mjög krefjandi og metur það svo að gagn­rýni hennar á rekstur borgarinnar muni ekki fá hljóm­grunn að kosningum loknum.

„Í fyrsta lagi hefur kjör­tíma­bilið verið mjög krefjandi pólitískt séð. Ég hef flett ofan af fjár­mála­sukki í fjölda mála­flokka í borgar­rekstrinum án nokkurra af­leiðinga fyrir borgar­stjóra og meiri­hlutann.

Í öðru lagi er fjár­hags­staða Reykja­víkur komin langt yfir hættu­mörk. Skuldirnar eru stjarn­fræði­legar og á­ætlað er að þær verði 240 milljarðar í árs­lok 2026. Þar af er búið að skuld­setja næsta kjör­tíma­bil upp á 92 milljarða sam­kvæmt lán­töku­á­ætlun. Það er sér­lega ó­svífið,“ skrifar Vig­dís.

„Í þriðja lagi þá hefur við­hald skóla­hús­næðis verið ó­full­nægjandi og grunn­skóla­börn eru á hrak­hólum út um alla borg. Ekki hefur verið staðið við upp­byggingu leik­skóla og borginni er haldið í heima­til­búnum lóða­skorti sem leiðir til fast­eigna­verðs í hæstu hæðum.

Í fjórða lagi bendir ekkert annað til þess en að borgar­stjóri ætli sér að halda völdum með ein­hverjum út­færslum að nýjum við­reistum meiri­hluta eins og í kosningunum 2014 og 2018,“ bætir hún við.

Hún þakkaði síðan kjós­endum Mið­flokksins fyrir að veita sér brautar­gengi í Al­þingis­kosningum 2009 og 2013 og borgar­stjórnar­kosningum 2018.

„Að sitja í tæp tólf ár sem kjörinn full­trúi í um­boði ykkar hefur verið afar lær­dóms­ríkt og ekki síður gefandi. Ég hef alltaf sagt að vika er langur tími í pólitík og hef nú tekið á­kvörðun um að sækjast ekki eftir að leiða Mið­flokkinn í borgar­stjórnar­kosningum í vor.“