Vig­dís Finn­bog­a­dótt­ir fyrr­ver­and­i for­set­i opn­að­i í dag Lex­í­u, nýja ís­lensk-frönsk vef­orð­a­bók, vð há­tíð­leg­a at­höfn í Ver­öld – húsi Vig­dís­ar. Ros­el­yn­e Bach­el­ot-Narq­u­in, menn­ing­ar- og sam­skipt­a­mál­a­ráð­herr­a Frakk­lands, kom til lands­ins af þess­u til­efn­i og flutt­i á­varp á­samt Katr­ín­u Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herr­a og Jóni Atla Ben­e­dikts­syn­i, rekt­or Há­skól­a Ís­lands.

Vig­dís hef­ur frá upp­haf­i stutt við verk­efn­ið en hún hef­ur alla tíð hald­ið á loft­i mik­il­væg­i tung­u­mál­a og tung­u­mál­a­náms að því er seg­ir í frétt­a­til­kynn­ing­u vegn­a opn­un­ar orð­a­bók­ar­inn­ar. Vig­dís var á sín­um tíma frönsk­u­kenn­ar­i og frum­kvöð­ull í tung­u­mál­a­kennsl­u í ís­lensk­u sjón­varp­i. Hún hef­ur gegnt starf­i vel­gjörð­ar­send­i­herr­a UNESCO í tung­u­mál­um frá ár­in­u 1998.

Lex­í­a er sam­starfs­verk­efn­i Stofn­un­ar Vig­dís­ar Finn­bog­a­dótt­ur í er­lend­um tung­u­mál­um við Há­skól­a Ís­lands og Stofn­un­ar Árna Magn­ús­son­ar í ís­lensk­um fræð­um. Þór­dís Úlfars­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur hjá SÁM, er að­al­rit­stjór­i ís­lensk­a orð­a­bók­ar­grunns­ins og Rósa Elín Dav­íðs­dótt­ir, orð­a­bók­a­fræð­ing­ur við SVF, er rit­stjór­i fransk­a hlut­ans.

Orða­bók­in inn­i­held­ur um 50 þús­und upp­flett­i­orð og er opin öll­um án end­ur­gjalds.
Fréttablaðið/Eyþór

Orða­bók­in á sér lang­a sögu, allt aft­ur til árs­ins 1983 þeg­ar ís­lensk og frönsk stjórn­völd und­ir­rit­uð­u sam­kom­u­lag um að efla sam­vinn­u á svið­i menn­ing­ar og vís­ind­a, með­al ann­ars með stuðn­ing­i við gerð fransk-ís­lenskr­ar orð­a­bók­ar og ís­lensk-franskr­ar. Lið­in eru 70 ár síð­an ís­lensk-frönsk orð­a­bók kom síð­ast út.

Frönsk-ís­lensk orð­a­bók kom út árið 1995 en vinn­a við ís­lensk-frönsk­u vef­orð­a­bók­in­a hófst haust­ið 2015, eft­ir að á­kveð­ið var að gefa hana út í staf­ræn­u form­i og byggj­a á gagn­a­grunn­i ISLEX, marg­mál­a orð­a­bók­ar mill­i ís­lensk­u og nor­ræn­u mál­ann­a á veg­um Stofn­un­ar Árna Magn­ús­son­ar.

Út­gáf­a Lex­í­u mark­ar tím­a­mót þar sem nú eru lið­in meir­a en 70 ár frá því að ís­lensk-frönsk orð­a­bók kom síð­ast út. „Út­gáf­a Lex­í­u er mik­il­væg­ur lið­ur í því að efla sam­skipt­i og treyst­a vin­átt­u­bönd Ís­lands og Frakk­lands,“ að því er seg­ir í frétt­a­til­kynn­ing­unn­i.

Lex­í­a inn­i­held­ur um 50 þús­und upp­flett­i­orð á­samt fjöl­mörg­um notk­un­ar­dæm­um og orð­a­sam­bönd­um sem þýdd eru á frönsk­u. Orða­bók­in er öll­um að­geng­i­leg án end­ur­gjalds á slóð­inn­i www.lexia.arnastofnun.is.