Vig­dís Hauks­dóttir, borgar­full­trúi Mið­flokksins, hefur aftur verið sökuð um ein­elti en þessu greinir hún frá á Face­book. Vig­dís segist hafa fengið sendingu frá Mann­auðs- og starfs­manna­sviði Reykja­víkur þar sem sama kona og á­sakaði hana í júní á þessu ári á­sakar hana á ný.

Ein­eltis- og á­reitni­teymi ráð­húss Reykja­víkur var virkjað síðast­liðinn júní þegar Helga Björg Ragnars­dóttir, skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu borgar­stjórnar og borgar­ritara, kvartaði undan hegðun Vig­dísar í sinn garð. Í nýjasta bréfinu segir Vig­dís að Helga saki sig „um alls kyns hluti“.

Helga Björg segir Vigdísi hafa lagt sig í ein­elti og brotið á henni með því að birta trúnaðar­gögn og við­kvæmar upp­lýsingar.

Brotið á sér með að birta trúnaðar­gögn

„Margar ó­skiljan­legar full­yrðingar eru settar fram í bréfinu“ segir Vig­dís og nefnir þar sem dæmi að hún hafi lagt Helgu í ein­elti og brotið á henni með því að birta trúnaðar­gögn og við­kvæmar upp­lýsingar, en hún birti fyrra bréfið einnig á Face­book.

Vig­dís greinir frá því að hún hafi setið í hópi um endur­skoðun á ein­eltis- og of­beldis­stefnu Reykja­víkur og að sú vinna hafi verið lær­dóms­rík. Þar hafi þau fengið álit um hvað felst í trúnaði og hve­nær sé hægt að krefjast trúnaðar. „Þetta er ein­falt. Ef ég er á­sökuð um eitt­hvað er ekki hægt að krefja mig um að þegja yfir því,“ segir Vig­dís.

Upp­lifir þetta sem á­reiti

„Ég er farin að upp­lifa þetta sem á­reitni og óska eftir að þessi manneskja fari að láta mig vera, láti af þrá­hyggju sinni í minn garð og virði frið­helgi einka­lífs míns,“ segir Vig­dís í færslunni og bætir við að hér á landi sé tjáningar­frelsi. „Hvað af mínum skoðunum og mati á málum sem ég set á Face­book síðuna mína kemur bara engum við,“ bætir hún síðan við.

„Ég mun ekki frekar en fyrr láta þvæla mér inn í ó­lög­bundið ferli sem stýrt er úr ráð­húsinu,“ segir Vig­dís að lokum en tekur fram að ef á­reitnin haldi á­fram þá muni hún ráð­færa sig við lög­fræðing.

Enn á ný hefur mér borist ábyrgðarsending frá Mannauðs- og starfsmannasviði Reykjavíkur þar sem sami embættismaður...

Posted by Vigdís Hauksdóttir on Saturday, September 28, 2019