Vig­dís Hauks­dóttir, borgar­full­trúi Mið­flokksins, hefur á­kveðið að gefa kost á sér sem vara­for­maður flokksins. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Vig­dísi, þar sem hún segist hafa í­grundað málið vel.

„Ég hef á­kveðið að gefa kost á mér í em­bætti vara­for­manns Mið­flokksins sem kosinn verður á Lands­þingi flokksins sem fer fram 28. og 29. mars næst­komandi,“ skrifar Vig­dís.

Hún bendir á að vara­for­maður flokksins stýri al­mennu innra starfi og sé tengi­liður stjórnar við flokks­fé­lög og sveitar­stjórnar­full­trúa. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður flokksins, er sitjandi varaformaður.

„Reynsla mín af þingi og ekki síður í borgar­stjórn mun án efa koma til með að styrkja böndin á milli stjórnar flokksins, sveita­stjórnar­stigsins og gras­rótarinnar nái ég kjöri,“ skrifar Vig­dís.

Hún segist þakk­lát fyrir þá hvatningu sem hún hefur fengið víðs vegar af landinu til að stíga skrefið. „Ég hef í­grundað málið vel og met það svo að ég geti ekki skorast undan á­byrgð. Jafn­framt heiti ég því að vinna af heilindum og dugnaði til að gera hlut Mið­flokksins sem mestan í fram­tíðinni, landi og þjóð til heilla.“