Borgar­skjala­safn Reykja­víkur svaraði fyrir­spurn Vig­dísar Hauks­dóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um að­gang að skjölum um Arnar­holt á borgar­ráðs­fundi í vikunni. Vig­dís óskaði eftir að borgar­ráð fengi öll gögn sem séu fyrir­liggjandi hvort sem það væru fundar­gerðir, skýrslur, minnis­blöð, vitna­leiðslur eða út­tektir tæmandi talið frá opnun heimilisins 1945 þar til því var lokað og starf­semin flutt á Borgar­spítalann.

Skjölin töldu um tvö til þrjú þúsund og voru varð­veitt í skjala­söfnum fjöl­margra stofnanna. Hluti skjalanna telst til trúnaðar­skjala og þyrfti að afmá per­sónu­greinan­leg auð­kenni sem myndi taka langan tíma og tölu­verðan undir­búning sam­kvæmt svari safnsins.

Hægt væri að setja upp trúnaðar­her­bergi í safninu þar sem borgar­full­trúum verði gefin kostur að koma á fyrir fram til­greindum tíma og kynna sér skjölin. Borgar­full­trúar mega koma á mið­viku­daginn milli 13-15 og lesa skjölin gegn undir­ritun trúnaðar­yfir­lýsingar.

Í feit­letruðu svari safnsins segir að sá sem fái að­gang að skjölum með þessum hætti megi ekki birta, af­henda eða nota upp­lýsingarnar sem hann hafi fengið. Eru síðan þulin upp skjala­söfnin sem létu safnið fá sín skjöl á­samt efnis­yfir­liti. Þar má sjá að skrif­stofa borgar­stjóra lét gera skýrslu um Arnar­holt sem kallast; Fá­vita­hæli 1961-1967.

Vig­dís bókaði á fundi borgar­ráðs að hún ætli ekki, vilji ekki og geti ekki nýtt sér þá heimild sem kjörnum full­trúum er veitt gagn­vart skoðun gagna í málinu en þakkaði fyrir saman­tekt á gögnunum.