„Mið­flokks­menn og aðrir eru mjög á­nægðir með mín störf í borgar­stjórn og ég stefni ein­beitt á það að gefa kost á mér sem næsti borgar­stjóri,“ segir Vig­dís Hauks­dóttir, borgar­full­trúi Mið­flokksins, í við­tali við frétta­þáttinn 21 á Hring­braut sem sýndur verður í kvöld.

Brot úr við­talinu hefur verið birt á vef Hring­brautar en þar er haft eftir Vig­dísi að hún ætli sér að auka fylgi flokksins fyrir borgar­stjórnar­kosningar sem fara fram á þar­næsta ári. Segir hún að fyrsta val hennar í sam­starfi sé Sjálf­stæðis­flokkurinn en hún úti­loki þó enga aðra flokka fyrir fram.

Vig­dís ræðir einnig þá á­kvörðun sem tekin var á auka­lands­þingi Mið­flokksins á laugar­dag að leggja niður em­bætti vara­for­manns flokksins. Vig­dís var ein í fram­boði til vara­for­manns en hún segist ekki líta svo á að breytingarnar hafi verið gerðar til að halda henni frá helstu völdum í flokknum.

„Nei, alls ekki,“ segir hún en bætir þó við að hún sé komin á þann stað í stjórn­málum að vilja vera í for­ystu. Þess vegna hafi hún ekki viljað taka sæti í flokks­stjórn Mið­flokksins. „Það heillar mig ekki að taka sæti í stjórninni því ég stefndi á það að verða vara­for­maður.“

Vig­dís ræddi við Frétta­blaðið um helgina þar sem hún lýsti von­brigðum sínum með þá á­kvörðun að leggja niður stöðu vara­for­manns flokksins.

„Mér finnst að þetta em­bætti eigi að vera til staðar innan flokksins. Ég vil ekki að Mið­­flokkurinn standi veikari fótum en aðrir flokkar út af þessu,“ sagði hún meðal annars.