Í dag verða víða norðan 23-30 m/s og það verða 33-38 m/s sunnan Vatnajökuls, en dregur úr vindi vestanlands. Það verður snjókoma á Norður- og Austurlandi, en annars úrkomulítið. Hiti verður um eða undir frostmarki.

Síðdegis verður minnkandi norðanátt og vindhraði verður kominn niður í 13-18 m/s í kvöld, en það verður mun hvassara í vindstrengjum SA-til fram á nótt.

Á morgun er von á norðaustan 10-18 m/s og éljum, en það verður yfirleitt þurrt Sunnan- og Suðvestanlands. Frost verður 1 til 8 stig og það verður kaldara annað kvöld.

Viðvaranir alls staðar nema á Breiðafirði

Í dag eru appelsínugular viðvaranir í gildi alls staðar nema á Breiðafirði, þar sem er engin viðvörun og á Norðurlandi eystra, þar sem rauð viðvörun er í gildi til 12. Eftir það er appelsínugul viðvörun í gildi þar. Óveðrið gengur yfir landið frá vestri til austurs í dag og það lægir því vestantil þegar líður á daginn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Norðlæg átt 5-13 m/s, skýjað og dálítil él á N-landi. Bjart með köflum annars staðar, en stöku él syðst á landinu. Frost 5 til 15 stig.

Á laugardag:

Norðlæg átt og stöku él með N-ströndinni og á SV-horninu, annars víða bjart. Áfram kalt í veðri.

Á sunnudag og mánudag:

Stíf norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en þurrt S-til á landinu. Minnkandi frost.

Á þriðjudag:

Norðaustlæg átt og stöku él við N- og A-ströndina. Hiti um og undir frostmarki.

Færð og ástand vega

Yfirlit:

Fjallvegir eru víðast lokaðir áfram vegna veðurs, eins er lokað með suðurströndinni frá Hvolsvelli og austur að Höfn.

Suðvesturland:

Enn er lokað yfir Hellisheiði og Þrengsli og beðið þar til veður gengur meira niður.

Vesturland:

Vegir í nágrenni Borgarness færir og einnig fært á Stykkishólm en annars mikil ófært og lokað á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.

Vestfirðir:

Vegir eru flestir ófærir eða lokaðir en þó er fært milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og verið að hreinsa í nágrenni Patreksfjarðar.

Norðurland:

Vegir eru meira og minna ófærir eða lokaðir.

Norðausturland:

Norðurland: Vegir eru meira og minna ófærir eða lokaðir.

Austurland:

Snjóþekja og snjókoma á Héraði en flestir fjallvegir eru ófærir eða lokaðir.

Suðausturland:

Lokað með suðausturströndinni austur að Djúpavogi.

Suðurland:

Lokað frá Hvolsvelli að Vík. Mikið ófært er í uppsveitum Árnessýslu en fært milli Þjórsár og Hvolsvallar.