Jón Gunnars­son, dóms­mála­ráð­herra, segir það viður­kennt af lög­reglu­yfir­völdum að það sé rök­studdur grunur um að flótta­fólk í neyð mis­noti kerfið. Þetta kom fram í sér­stökum um­ræðum á Al­þingi um stöðuna á landa­mærum með til­liti til aukins fjölda hælis­leit­enda.

„Það er viður­kennt af lög­reglu­yfir­völdum og það er rök­studdur grunur um það að þetta kerfi sé mis­notað, það er eitt­hvað sem við þurfum að passa. Það er á­hyggju­efni okkar allra að taka utan um þetta fólk sem raun­veru­lega þarf á vernd að halda og tryggja að það verði ekki fyrir því á­reiti sem það verður fyrir í dag, meðal annars mansals,“ sagði Jón í pontu á Al­þingi.

Þá segir hann mikil­vægt að hafa í huga að verndar­kerfið sé neyðar­kerfi, fyrir fólk sem sætir of­sóknum í heima­landinu sínu eða á í hættu á dauða­refsingu eða pyntingum eða van­virðandi með­ferð.

„Það er alveg ljóst að það er á­kveðin mis­notkun sem á sér stað í þessu kerfi,“ sagði Jón Gunnarsson.
Fréttablaðið/Valli

„Fólk sem er að freista gæfunnar, fólk sem er í dag­legu tali talað um sem efna­hags­lega flótta­menn í leit að betri lífs­skil­yrðum, á ekki erindi við verndar­kerfið. Öll mín verk­efni snúa að því að slá upp skjald­borg um verndar­kerfið, ein­hvern merki­legasta samning sam­einuðu þjóðanna.“

„Það er alveg ljóst að það er á­kveðin mis­notkun sem á sér stað í þessu kerfi,“ bætti hann við.

„Við erum hér á­fram með mikla segla í okkar kerfi, sem dregur fólk til landsins, sem ég hef tæpt á hér, sem að við verðum að eyða út til þess að standa til jafns við þessi lönd.“

Hann segir Ís­land ekki hafa sömu úr­ræði og önnur lönd í Evrópu. Hann segir þessi úr­ræði byggja á tak­mörkunum á ferða­frelsi, „en þetta er ekki eins og sumir vilja líkja hér við fanga­búðir.“

Um­ræðurnar eru í gangi á þinginu og búist er við því að þær haldi á­fram fram á kvöld.