Stjórn­völd í Kreml viður­kenna að mis­tök hafi verið gerð í her­kvaðningu sem nú stendur yfir í landinu vegna hernaðar þeirra í Úkraínu.

Segir breska ríkis­út­varpið mis­tökin meðal annars felast í að menn sem enga her­þjálfun hafi, séu fatlaðir eða of gamlir til að gegna her­þjónustu hafi verið skráðir í herinn.

Sagði tals­maður Vla­dí­mírs Pútíns for­seta að öll mis­tök yrðu leið­rétt.

Vaxandi and­staða er í Rúss­landi vegna þróunar mála í tengslum við inn­rásina í Úkraínu. Sagt er að þúsundir hafa verið hand­teknar eftir mót­mæli.

Hefur BBC eftir rúss­neskum miðlum að þótt upp­haf­lega hafi verið sagt að kalla ætti þrjú hundruð þúsund manns til vopna stefni stjórn­völd í raun að því að bæta einni milljón manna í her­aflann.