Hvíta húsið viður­kenndi í dag að það hafi seinkað hernaðar­að­stoð til Úkraínu á meðan for­seti Banda­ríkjanna, Donald Trump, þrýsti á nýjan leið­toga landsins að rann­saka lands­nefnd Demó­krata­flokksins fyrir for­seta­kosningarnar árið 2016. En það er eitt af því sem spurt hefur verið um í rann­sókn full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, en sett var af stað form­leg rann­sókn á því hvort Trump hafi framið em­bættis­brot, í septem­ber.

Starfandi starfs­manna­stjóri Hvíta hússins, Mick Mul­va­n­ey, sagði á blaða­manna­fundi í dag að for­setinn hefði ekki gert neitt rangt með því að tengja hernaðar­að­stoð við rann­sókn Úkraínu. Hann sagði að könnunin myndi ein­fald­lega vera hluti af yfir­standandi rann­sókn dóms­mála­ráðu­neytisins á for­seta­kosningunum árið 2016.

Adam Schiff, sem leiðir rann­sókn full­trúa­deildarinnar sagði við blaða­menn að hann taldi viður­kenningu Mul­va­n­ey þýða að hlutirnir hafi farið frá því að vera „mjög mjög slæmir í að vera miklu, miklu verri“.

Það er bannað með lögum í Banda­ríkjunum að biðja um eða falast eftir ein­hverju sem er ein­hvers virði frá er­lendu ríki í kosningum í Banda­ríkjunum. Ríkis­stjórnin hefur stað­fast­lega haldið því fram að þau hafi seinkað hernaðar­að­stoð til Úkraínu að hluta til vegna þess að þau vildu sam­vinnu Úkraínu í að rann­saka hvort að tölvu­póst­þjónar Demó­krata­flokksins hafi verið í Úkraínu.

Mul­va­n­ey neitaði fyrir að um endur­gjald væri að ræða og sagði að slíkt gerðist oft þegar kæmi að utan­ríkis­stefnu og benti á dæmi þar sem ríkis­stjórnin hafi frestað neyðar­að­stoð til Mið-Ameríku­landa til að fá þau til að breyta stefnu sinni um inn­flytj­endur

Greint er frá á AP News.