Bára Halldórsdóttir uppljóstrari segir að ásakanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins, í garð hennar séu samsæriskenningar til að afvegaleiða umræðuna. Bára spjallaði við blaðamann Fréttablaðsins í viðtali sem má sjá hér fyrir neðan.

Sigmundur Davíð og Bergþór halda því fram að framganga Báru í Klaustursmálinu svokallaða hafi verið undirbúin en ekki fyrir tilviljun. Þá segir Sigmundur það ljóst að upptökurnar hafi verið skipulagður verknaður og að Klaustursmálið sé byggt á „lygi og alvarlegu afbroti“.

Hann segir upptökur Báru hluta af pólitískri aðgerð og að tilgangurinn hafi verið að „knésetja Miðflokkinn“.

Bergþór tekur undir með Sigmundi og segir í viðtali við Morgunblaðið að þær myndir sem upptökur úr öryggismyndavélum sýni sé allt önnur en sú sem Bára hafi lýst.

„Það skýr­ir hvers vegna lög­menn Báru börðust svo hart gegn því að þess­ar upp­tök­ur væru skoðaðar,“ segir Bergþór.

Blaðamaður Fréttablaðsins mætti í heimsókn til Báru til að ræða fyrrnefndar ásakanir Miðflokksmannanna.

Sjáið viðtalið hér: