Búist er við að lokanir á vegum hefjist snemma í nótt að því er fram kemur í til­kynningu Vega­gerðarinnar. Flestar stofn­leiðir á Suð­vestur­landi verða lokaðar fram eftir há­degi á morgun, lokanir hefjast flesta stuttu eftir mið­nætti í nótt.

Vega­gerðin hefur birt yfir­lit yfir þá vegi sem eru á ó­vissu­stigi vegna veðursins sem er væntan­legt í nótt. Lík­legt er að það komi til lokana á mörgum þeirra en endan­leg á­kvörðun um lokanir og opnanir metin í hverju til­viki fyrir sig í sam­ráði við Veður­stofuna.

Lík­legt er að Reykja­nes­braut, Hellis­heiði, Mos­fells­heiði og Kjalar­nesi verður lokað frá klukkan eitt í nótt til klukkan tvö á morgun. Á Suður- og Vestur­landi verða vegir lokaðir til morguns. Á Norð­vestur- og Norð­austur­landi gilda vega­lokanir til 15. febrúar.

Mynd/Vegagerðin