Vega­­gerðin hefur lokið við á­ætlun um lokanir vegna ó­­veðurs sem mun ganga yfir landið á morgun. Appel­sínu­gul við­vörun hefur nú þegar verið gefin út en ekki er úti­­lokað að gefin verði út rauð við­vörun, í fyrsta skipti á Ís­landi.

Öllum leiðum út úr höfuðborginni lokað

Lokanirnar verða víðtækar og sam­­kvæmt á­ætluninni verður Suður­lands­vegur frá Rauða­vatni að Hvera­­gerði um Hellis­heiði og Þrengsli lokaður frá klukkan 12 á morgun til klukkan 13 á mið­viku­­dag. Reykja­nes­braut verður sömu­­leiðis lokuð jafn­­lengi, sem og Grinda­víkur­vegur, Mos­­fells­heiði og Lyng­­dals­­heiði. Vestur­lands­vegur um Kjalar­nes og Hafnar­­fjall verður lokaður, sem og Suður­­strandar­vegur.

Þá verður Holta­vörðu­heiði lokað klukkan 10 í fyrra­­málið og verður ekki opnuð að nýju fyrr en á fimmtu­­dags­morgun. Lokanirnar eru víð­tækar en lista yfir þær má sjá neðar í þessari frétt.

Appel­sínu­gul við­vörun þýðir miðlungs eða miklar líkur á veðri sem valgið geti miklum sam­­fé­lags­­legum á­hrifum. Veðrið geti valdið tjóni og/eða slysum og ógni mögu­­lega lífi og limum ef að­­gát sé ekki höfð. Skerðing á sam­­göngum og inn­viðum/þjónustu tíma­bundin/stað­bundin. Veður sem þessi verði nokkrum sinnum á ári.

Rauð við­vörun þýðir að miklar líkur séu á veðri sem hafi mjög mikil sam­­fé­lags­­leg á­hrif. Ein­stak­­lega á­köfum og hættu­­legum veður­skil­yrðum spáð. Búast megi við miklum skemmdum, líkur á slysum miklar og veðrið ógni lífi og limum. Við­búið að sam­­göngur lokist og að­­gengi að inn­viðum/þjónustu skerðist.


Hér fyrir neðan má sjá áætlun Vegagerðarinnar sem birt var í hádeginu í dag. Nánari upplýsingar eru að finna á vef Vegagerðarinnar.