Í nýjum Sam­herja­skjölum sem Stundin birti í dag kemur fram að Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafi verið stöðugt upp­færður og upp­lýstur um mútu­greiðslur í Namibíu af starfs­mönnum sínum. Gögnin sem um ræðir í frétt Stundarinnar eru til rann­sóknar hjá bæði ís­lenskum og namibískum yfir­völdum. Þau gefa auk þess til kynna að Þor­steinn Már hafi kynnt starf­semina í Namibíu fyrir stjórn Sam­herja.

Í skjölunum er því ljóstrað upp hvaða að­ferðir voru notaðar til að halda sam­skiptum leyndum og fjallað um það hversu víð­tæk þekking var um mútu­greiðslur. Þar kemur einnig fram að Þor­steinn Már átti sjálfur marga fundi í eigin per­sónu með namibísku ráða- og á­hrifa­mönnunum, eða „há­körlunum“, sem nú sitja í fangelsi í Namibíu og bíða þess að koma fyrir dóm vegna á­kæru um mútu­þægni.

Í um­fjöllun Stundarinnar kemur einnig fram af hverju engir póstar hafa fundist frá Þor­steini Má um mútu­greiðslurnar en árið 2017 spurði hann undir­menn sína „saelir tarf tetta allt ad vera til i postum milli manna ?“ þegar var verið að ræða hug­myndir um hrossamakríls­veiðar í Suður-Afríku

Þar kemur einnig fram að Aðal­steinn Helga­son, fyrr­verandi stjórnar­maður Sam­herja, hafi lagt til árið 2012 þegar Sam­herji var að byrja í Namibíu að mútur yrðu greiddar.

„Er hugsan­legt að múta ein­hverjum?“ spurði Aðal­steinn og til að taka af allan vafa að um mútu­greiðslur væri að ræða sagði hann svo: „Ég á við hvort hægt sé að beita hótunum,“ skrifaði hann.

Ítar­lega um­fjöllun Stundarinnar er hægt að lesa hér.