Hátt í 200 lög­regl­u­menn og björg­un­ar­sveit­ar­menn taka nú þátt í leit að Mod­est­as Antan­a­vic­i­us í Borg­ar­nes­i. Mod­est­as er 46 ára gam­all og hef­ur nú ver­ið sakn­að í viku. Að sögn Jón­as­ar Hall­gríms Ottós­son­ar rann­sókn­ar­lög­regl­u­manns hjá Lög­regl­unn­i á Vest­ur­land­i er nú ver­ið að fín­kemb­a svæð­i sem áður hafð­i ver­ið leit­að á.

Jón Þór Víg­lunds­son upp­lýs­ing­a­full­trú­i Lands­bjarg­ar seg­ir að 180 björg­un­ar­sveit­ar­menn séu skráð­ir í verk­efn­ið. Hann ger­ir ráð fyr­ir því að leit­að verð­i víða í Borg­ar­nes­i, við sjó og utan bæj­ar­ins.

Að sögn Jón­as­ar er gert ráð fyr­ir því að leit­að verð­i á með­an það er bjart og að haf­ist verð­i aft­ur á morg­un ef ekk­ert finnst í dag. Lög­regl­an hef­ur síð­ust­u vik­un­a biðl­að til al­menn­ings í Borg­ar­nes­i að leit­a við hús sín og að skoð­a mynd­a­vél­ar. Hann seg­ir þrátt fyr­ir það enga vís­bend­ing­ar hafa bor­ist lög­regl­u um mál Mod­est­as.