Nýr for­seti Banda­ríkjanna, Joe Biden, hefur ekki setið auðum höndum á sínum fyrsta degi í em­bætti. Í dag hefur hann undir­ritað tíu for­seta­til­skipanir um hvernig eigi að takast á við CO­VID-19 undir nýrri stjórn og að hann krefjist þess að smitum verði fækkað.

Til­skipanirnar tíu eru taldar for­smekkur CO­VID-19 á­ætlunar Biden um hvernig eigi að fjölga bólu­setningum og skimunum, hvernig eigi að opna skóla á ný og tryggja víð­tæka notkun gríma meðal al­mennings. Til að tryggja það hefur, meðal annars, verið sett skylda innan Banda­ríkjanna um að bera grímu við ferða­lög. Til­skipunin gildir í flug­vélum, skipum, al­mennings­sam­göngum innan borga og lestum. Þá þurfa al­þjóð­legir far­þegar að sýna fram á nei­kvætt CO­VID-19 próf áður en þau leggja af stað til Banda­ríkjanna og fara í sótt­kví við komu. Þá til­kynnti hann einnig um grímu­skyldu á öllum eignum í ríkis­eigu. Greint er frá á AP.

Þá fjallar ein til­skipunin um hvernig eigi að takast á við veiruna í sam­fé­lagi minni­hluta­hópa sem margir hafa orðið hvað verst út úr far­aldrinum í Banda­ríkjunum.

„Við komum okkur ekki í þessi vand­ræði á einni nótt og það mun taka okkur mánuði að snúa þessari þróun við,“ sagði Biden og bætti við að þrátt fyrir ein­beittan vilja myndi það oft vera erfitt og lýsti því svo yfir að hjálpin væri á leiðinni. „Til þjóðar í bið­stöðu segi ég, og er skýr: Hjálpin er á leiðinni.“

Vill bólusetja 100 milljónir á 100 dögum

Biden hefur lofað að vera harðari en for­veri sinn í að koma böndum á veiruna og segir í um­fjöllun AP um málið að hann eigi eftir að mæta mörgum hindrunum þar sem veiran sé í góðri dreifingu í flestum ríkjum landsins. Þá verði einnig að taka til­lit til þess hversu hægt gangi að bólu­setja og til þeirrar ó­vissu sem ríkir um hvort að Repúblikanar muni að­stoða hann við að koma efna­hags- og kórónu­veiru­við­bragsð­pakka sínum í gegnum þingið.

Biden hefur einnig sett sér það mark­mið að bólu­setja 100 milljónir manns á fyrstu 100 dögunum hans í em­bætti. Hann hefur fyrir­skipað upp­setningu 100 bólu­setningar­stöðva og vill að lyfin verði að­gengi­leg í gegnum apó­tek frá og með næsta mánuði.

Fauci tilkynnti um endurnýjað samstarf við WHO í dag.
Fréttablaðið/EPA

Endurnýjað samstarf við WHO

Helsti heil­brigðis­sér­fræðingur Biden, Ant­hony Fauci, til­kynnti um endur­nýjaðan stuðning Banda­ríkjanna við Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunina, WHO, en Trump dró Banda­ríkin úr sam­starfi við stofnunina. Fauci sagði að stofnunin myndi fá að fullu það fjár­magn sem Banda­ríkin hefðu styrkt þau um áður.