„Við vitum alveg að það getur alltaf eitthvað gerst, við erum búin að læra það á fimmtán mánuðum en við verðum líka að þora að stíga skref þegar forsendur eru til að stíga þau,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á blaðamannafundi í morgun þegar tilkynnt var um algera afléttingu allra takmarkana vegna sóttvarna og aðpurð hvort vænta mætti bakslagi í þeim efnum.

Full aflétting takmarkan snýst aðallega um bólusetningarnar. „Við getum þakkað það fyrst og fremst þessari ofboðslega góðu þátttöku í bólusetningum þar sem við getum verið ofboðslega stolt af. Við erum komin í fremstu röð í bólusetningum,“ sagði Katrín og áframhaldandi stuðningsaðgerðir við atvinnulíf og vinnumarkað gildi sem fyrr til haustsins en ráðist svo áfram af aðstæðum í efnahagslífinu. „Ég heft trú á því og við erum þegar farin að sjá töluverða viðspyrnu því við höfum búið við töluvert frelsi, nú er yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru að koma til landsins bólusettir þannig að ég myndi segja að viðspyrnan sé hafin.“

„Við erum ekki búin fyrr en það er búið að bólusetja heiminn“

Hún tekur undir að stór möguleiki sé á því að öllum stuðningsaðgerðum ríkisstjórnarinnar til atvinnulífsins heyri sögunni til. "Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn í dag af því að ég bara trúi því að þetta sé hægt með öllum þeim fyrirvörum að þessi veira hefur reynst okkur alveg ofboðslega skeinuhætt en við erum líka að sjá merki þess að bóluefnin virki og líka á ný afbrigði. En það sem skiptir náttúrulega mestu í stóra samhenginu eins og heilbrigðisráðherra nefndi, er að við erum ekki búin fyrr en það er búið að bólusetja heiminn."