Krist­rún Frosta­dóttir, þing­maður og for­maður Sam­fylkingarinnar hefur fengið af­sökunar­beiðni frá Við­skipta­blaðinu, eftir að pistla­höfundurinn Týr notaði „ó­smekk­lega mynd­líkingu“ um fylgis­aukningu Sam­fylkingarinnar.

Í um­töluðum pistli var tekin fyrir fylgis­aukning Sam­fylkingarinnar og var henni líkt við „ó­tíma­bært sáð­lát“

„Mynd­líkingin var með öllu ó­boð­leg og til þess fallin að særa. Tý þykir afar miður að hafa mis­boðið les­endum með van­hugsuðum skrifum og biður Krist­rúnu og les­endur alla inni­legrar af­sökunar,“ segir Týr í af­sökunar­beiðninni og bætir við að Krist­rún sé mesta efni Sam­fylkingarinnar í langa hríð.

„Týr gekk of langt með skrifunum en vill þó á­rétta að ætlunin var ekki að særa eða mis­bjóða. Þessi skrif komu ekki frá slæmum stað, þótt ýmsir flautu­þyrlar hafi reynt að nýta tæki­færið til að væna Tý og Við­skipta­blaðið í heild sinni um annar­legar hvatir,“ segir Týr.

Í gær baðst rit­stjóri Við­skipta­blaðsins, Trausti Haf­liða­son af­sökunar á fyrir­sögninni „Ó­tíma­bært sáð­lát“ og sagði að sam­líkingin hafi verið lé­leg. Bað rit­stjórnin vel­virðingar og breytti fyrir­sögninni í vef­út­gáfu blaðsins.