Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book, fundaði með Donald Trump Banda­ríkja­for­seta í Hvíta húsinu á fimmtu­dag til að ræða per­sónu­verndar­mál, hlut­drægni og fyrir­hugaða raf­mynt tækni­risans. Hefur Trump og ríkis­stjórn hans haft á­hyggjur af þróun Face­book hvað þessi mál varðar.

Tals­maður Facbe­book sagði fundinn hafa verið „upp­byggi­legan“ en hann var einn af mörgum sem Zuckerberg sótti með þing­mönnum þennan dag. Hafa margir þing­menn haft á­hyggjur af yfir­burða­stöðu Face­book á markaðinum, til dæmis öldunga­deildar­þing­maðurinn Josh Hawl­ey, sem spurði Zucker­berg hvort það kæmi til greina að selja sam­fé­lags­miðlana Insta­gram og What­sapp.

Trump sjálfur hafði mestar á­hyggjur af hlut­drægni sam­fé­lags­miðilsins gegn hægri­skoðunum en ný­lega á­kvað Zucker­berg að taka hart á hatur­s­orð­ræðu og bannaði nokkra há­væra öfga­hægri­menn. Í vor til­kynnti Zucker­berg að ný raf­mynt væri væntan­leg á markað en hún á að heita Libra. Prófanir myndu hefjast í lok árs og myntin yrði sett á markað snemma árið 2020.

Ekki eru allir sáttir við þessar á­ætlanir, til að mynda Ravi Menon, seðla­banka­stjóri Singa­púr, sem segir að myntin myndi raska hinu al­þjóð­lega fjár­mála­kerfi og að ríkis­stjórnir heimsins verði að koma sér saman um við­brögð.

„Á­hættan nær til alls heimsins. Enginn einn lög­gjafi getur tekist á við þetta,“ sagði Menon. Bruno Le Maire, fjár­mála­ráð­herra Frakk­lands, hefur einnig varað við myntinni.