Við­reisn birtir í dag smá­aug­lýsingu í Frétta­blaðinu undir „Tapað – Fundið“ þar sem aug­lýst er eftir skýrslu Kristjáns Þórs Júlíus­sonar, sjávar­út­vegs­ráð­herra, um um­svif tuttugu stærstu út­gerðar­fyrir­tækja landsins í ís­lensku at­vinnu­lífi.

Í til­kynningu segir að sam­hliða því birti þau mynd­band á sam­fé­lags­miðlum sínum þar sem einnig er lýst eftir skýrslunni og óskað eftir svörum frá ráð­herra en það er hægt að sjá hér að neðan.

smáauglýsing

Fjórtán vikur fram yfir

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar, átti frum­kvæði að því að leggja beiðni um skýrsluna fram þann 17. desember á síðasta ári. Þing­menn allra flokka nema Sjálf­stæðis­flokksins, Mið­flokksins og Fram­sóknar­flokksins voru á skýrslu­beiðninni á­samt þing­flokki Við­reisnar.

Eftir það hafði sjávar­út­vegs­ráð­herra tíu vikur til að skila skýrslunni, eða til 4. mars. Sam­kvæmt því er ráð­herra kominn 14 vikur fram yfir þá dag­setningu.

„Það er mikil­vægt að ítök stór­út­gerðarinnar í ís­lensku sam­fé­lagi séu ljós. Þetta eru aðilar sem hafa auðgast veru­lega í skjóli sér­réttinda, það er lág­mark að al­menningur sem er hinn raun­veru­legi eig­andi auð­lindarinnar hafi þessar upp­lýsingar,“ segir Hanna Katrín í til­kynningu frá flokknum.

Í til­kynningu Við­reisnar segir að út­séð sé um að skýrslan berist Al­þingi fyrir þing­lok en að flokkurinn bindi þó vonir við að hún líti dagsins ljós fyrir þing­kosningar í haust enda eru al­manna­hags­munir undir.