Yfirvöld eru í viðræðum um að taka á leigu tíu hús sem myndu geta hýst samtals 600 manns á flótta. Í vikunni verður tekið í notkun hús þar sem 100 karlmenn munu fá húsaskjól sem hafa lagt á flótta einir. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þar kemur einnig fram að líklegt sé að einhverjir sem dvelja í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni muni þurfa að vera þar lengur en í þrjá daga. Stöðin opnaði 4. október og er rekin af Rauða krossi Íslands að beiðni stjórnvalda. Skýrt var við opnun að fólk ætti ekki að dvelja þar lengur en í þrjá daga en að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar aðgerðarstjóra yfir móttöku flóttafólks er farið að þrengja að fólki.