Stjórn Sam­takanna 78 segja að fyrr­verandi for­maður fé­lags­ráðs sam­takanna, sem sökuð er um nauðgun og kyn­ferðis­legt á­reiti gegn ó­lög­ráða börnum, hafi aldrei starfað með börnum eða ung­mennum innan sam­takanna. Þetta kemur fram í orð­sendingu frá stjórn Sam­takanna 78.

Þar kemur fram að stjórninni hafi borist á­bending í vikunni vegna á­sakana um kyn­ferðis­of­beldi af hennar hendi í garð barna, og í kjöl­farið hafi að­gerðar­á­ætlun sam­takanna verið virkjuð. Við­komandi hafi verið vikið frá störfum. Málið sé í ferli innan sam­takanna og hafi einnig verið til­kynnt til yfir­valda.

Greint var frá því fyrr í kvöld að fjöldi óviðeigandi einka­skila­boða, sem konan er sögð hafa sent börnum undir lög­aldri á TikTok, hafa verið í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum og í lokuðum hópum á Face­book. Þar er konan sökuð um kyn­ferðis­legt á­reiti og mis­notkun.

Þá er skjá­skot í dreifingu, þar sem ungur drengur sakar konuna um nauðgun. Þar kemur fram að á þeim tíma sem meint nauðgun fór fram hafi konan ekki verið farin að skil­greina sig sem konu.

Í orðsendingunni kemur einnig fram að stjórn Samtakanna ´78 muni á­vallt standa með þol­endum kyn­ferðis­of­beldis. Svona mál séu litin al­var­legum augum.

Þá standi þol­endum í þessu máli til boða að fá fag­lega ráð­gjöf sem Sam­tökin 78 bjóði hin­segin fólki upp á.

Að lokum vill stjórnin í­treka að konan starfi ekki lengur á vett­vangi Sam­takanna 78 og hafi aldrei starfað með börnum eða ung­mennum á þeirra vegum.