Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra, segir það ó­neitan­lega góðar fréttir að enginn hafi greinst með veiruna innan­lands í gær en ekki er þó úti­lokað að fleiri smit greinist í vikunni í tengslum við hóp­smit sem kom upp í lok síðustu viku.

Fjöl­margir voru sendir í sótt­kví í kjöl­farið og tengdust smitin á föstu­dag og laugar­dag því hóp­smiti. „Við höfum ekki fengið neina út­breiðslu utan hópsins þannig að það er já­kvætt, en það eru auð­vitað ein­staklingar sem eru í sótt­kví sem munu hugsan­lega greinast næstu daga,“ segir Víðir í sam­tali við Frétta­blaðið.

Fjölmennar útskriftaveislur gætu leitt til smits

Að sögn Víðis er núna sér­stak­lega fylgst með hvernig tölurnar í dag og á morgun verða. „Þá verður liðinn þessi tími frá af­léttingunum þar sem við sjáum kannski fyrstu helgina koma inn í tölunum, ef eitt­hvað er,“ segir Víðir og vísar til þess að fjöl­mennar út­skriftir hafi verið helgina eftir að til­slakanir tóku gildi þann 25. maí síðast­liðinn.

„Fólk á þeim aldri sem er ekki búið að bólu­setja var náttúru­lega að hittast í stórum hópum, þannig að ef það er eitt­hvað um smit í þeim hópi þá getur orðið ein­hver út­breiðsla innan þess hóps, en við erum alla vega ekki farin að sjá neitt enn þá og vonandi munu bara næstu tveir dagar halda þannig á­fram,“ segir Víðir.

Erum nú á lokasprettinum

Nú­verandi reglu­gerð um tak­mörkun á sam­komum vegna CO­VID-19 er í gildi til og með 16. júní næst­komandi og tekur þá ný reglu­gerð við. „Þá fáum við nýjan veru­leika til þess að vinna með og svona miðað við hvernig þetta gengur þá hlýtur það að vera í þá áttina að við léttum eitt­hvað til,“ segir Víðir.

„Þetta lítur ó­neitan­lega vel út og það eru stórar bólu­setningar­vikur um allt land núna næstu vikurnar, þannig þetta er allt á fljúgandi ferð í rétta átt, alveg klár­lega. Við erum al­gjör­lega á loka­sprettinum,“ segir Víðir enn fremur. „Við erum smám saman að slíta smit­keðjurnar út um allt þannig að á endanum náum við hjarðó­næminu.“

Hann í­trekar þó að það sé á­fram mikil­vægt að fólk sinni ein­stak­lings­bundnum sótt­vörnum, ekki síst þeir sem eru óbólu­settir eða hafa bara fengið eina sprautu. „Við erum enn þá í þessum per­sónu­bundnu sótt­vörnum og sér­stak­lega óbólu­settir eiga að forðast að vera í stórum hópi og annað slíkt, þannig við þurfum öll að­eins að halda á­fram.“