Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna, var ó­myrkur í máli á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag. Ekki væri hægt að sitja hjá að­gerðar­laus þar sem inn­viðir væru komnir að þol­mörkum. Ræða þyrfti af al­vöru hvaða af­leiðingar það gæti haft í för með sér ef þeir bresta og ekki yrði hægt að veita þjónustu og tryggja öryggi. Lang­tíma­af­leiðingar þess gætu verið mjög al­var­legar.

„Það þyngist heldur staðan, hraður vöxtur þessarar bylgju og dreifing smita um allt land er ný reynsla fyrir okkur, sem betur fer eru bólu­setningar að verja okkur að hluta þannig að hlut­fall þeirra sem veikjast al­var­lega er lægra en áður, það er hins vegar til lítils að horfa til prósentu­hlut­falls þegar við erum að tala um líf og heilsu ein­stak­linga, með auknum fjölda smita fjölgar þeim ein­stak­lingum sem verða al­var­lega veikir og þurfa að­stoð með til­heyrandi á­lagi, við færumst nær þol­mörkum ýmissa kerfa,“ sagði Víðir.

Hann sagði vinnu standa yfir nú við að marka stefnu til fram­tíðar og hvernig við ætlum sem sam­fé­lag að lifa með Co­vid. „Og það er ekki í boði í krísu að taka ekki á­kvörðun.“

Víðir og Kamilla S. Jósefs­dóttir, stað­gengill sótt­varna­læknis, voru sam­mála um að skimun á landa­mærum væri fyrsta vörnin. Ekkert annað væri í stöðunni en að halda á­fram bar­áttunni við far­aldurinn, nú þyrfti þjóðin að standa saman, burt­séð frá því til hvaða að­gerða verði gripið til.

Kamilla S. Jósefs­dóttir, stað­gengill sótt­varna­læknis.
Mynd/Almannavarnir