Lög­reglan mun ekki við­hafa sér­stakt eftir­lit með sam­komum um verslunar­manna­helgina að sögn Víðis Reynis­sonar yfir­lög­reglu­þjóns en fólk er þess í stað hvatt til að vera skyn­samt í ljósi stöðu far­aldursins hér á landi og fjölgun smita.

„Það er mikil ó­vissa í far­aldrinum núna, við erum að sjá smit út um allt land og í öllum aldurs­hópum. Við erum að horfa á kannski upp­hafið á stærstu bylgjunni hingað til og ó­vissan um al­var­leikann og veikindin er það mikil að við hvetjum fólk til að fara mjög var­lega meðan við erum að reyna að átta okkur á stöðunni,“ segir Víðir í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hefðbundið eftirlit um helgina

Þrátt fyrir að flestum stórum sam­komum um helgina, þar á meðal þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyjum, hafi verið af­lýst má á­fram má gera ráð fyrir að fólk verði á ferðinni um helgina. Að sögn Víðis verður hefð­bundið eftir­lit um helgina, sem er yfir­leitt frekar mikið þar sem margir eru á ferðinni.

„Ef það koma upp brot þá fara þau náttúru­lega í ferli hjá lög­reglunni en við treystum á að fólk sé skyn­samt og skilji þessa stöðu með þennan fjölda smita sem eru í gangi og fari var­lega,“ segir Víðir að­spurður um hvort brot um helgina geta leitt til sekta.

Að sögn Víðis er mikil­vægt að fara var­lega um helgina, ekki síst í um­ferðinni, til að koma í veg fyrir álag á heil­brigðis­kerfið sem er nú í við­kvæmri stöðu. „Ef fólk er að fara milli staða, að taka bara góðan tíma til þess þannig menn þurfa ekki að vera að flýta sér og njóta bara þess að vera á ferðinni.“

Alvarlega veikum gæti fjölgað

Tölu­verður fjöldi smita hefur verið að greinast undan­farna daga en þrjá daga í röð hefur dag­legur fjöldi smita farið yfir 100. Tíu eru nú inni­liggjandi á spítala vegna CO­VID-19, þar af tveir á gjör­gæslu, og hátt í þúsund manns í eftir­liti á CO­VID-göngu­deildinni.

Ó­ljóst er hvaða á­hrif nú­verandi bylgja mun hafa varðandi al­var­leg veikindi og mun það ekki fara að skýrast fyrr en í næstu viku þar sem al­var­leg ein­kenni koma yfir­leitt fram á annarri viku veikinda.