Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn, segir að eitt­hvað hafi verið um það undan­farið að rýmis­greind fólks virðist vera mis­munandi. Líkt og alþjóð veit var tveggja metra reglan endurupptekin með hertari aðgerðum sem boðaðar voru í síðustu viku.

„Þetta hérna eru tæplega tveir metrar,“ sagði yfir­lög­reglu­þjónninn í loka­orðum sínum á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag og setti hann báðar hendur til hliðar.

Víðir minnti enn og aftur á mikil­vægi ein­stak­lings­bundinna smit­varna hjá öllum.

„Við minnum aftur á þessar ein­stak­lings­bundnu sótt­varnir. Hand­þvottinn, sprittunina og fjar­lægðina. Við höfum fengið á­bendingar um það að rýmis­greind fólks sé mis­munandi. Þetta hérna eru tæp­lega tveir metrar,“ sagði lög­reglu­þjónninn.

„Þannig það er á­gætt að hafa það til við­miðunar, að reyna að halda fólki í hæfi­legri fjar­lægð.“