Víðir Reynis­­son, yfir­­lög­­reglu­­þjónn hjá al­manna­varna­­deild ríkis­lög­­reglu­­stjóra, skoraði á fólk á upp­­­lýsinga­fundi í dag að taka einn „veiru­frían klukku­­tíma“ í kvöld eins og hann orðaði það.

Víðir skoraði á fólk að taka að minnsta kosti einn klukku­­tíma, milli klukkan 20 og 21 í kvöld, þar sem talað er um eitt­hvað annað en COVID-19. Varla hefur verið rætt um annað hér á landi síðustu vikur. Víðir hefur staðið í ströngu undan­farnar vikur rétt eins og starfs­­menn heil­brigðis­­kerfisins.

„Tölum um eitt­hvað annað en veiruna. Gerum eitt­hvað skemmti­­legt,“ sagði hann undir lok fundarins í dag.

Víðir hvatti einnig alla þá sem finna fyrir ein­hverjum ein­­kennum, eru með hita eða bein­verki, að taka enga sénsa og halda sig heima.