Víðir Reynis­son yfir­lög­reglu­þjónn segir í kvöld­fréttum hjá RÚV að tölu­vert af smitum séu að koma inn í dag og mikið sé að gera hjá smitrakningunni. Hann segir það ljóst nú þegar að smitum fjölgi eftir daginn í dag.

Hann segir ný­gengni smita vera orðið það hátt núna að Ís­land væri appel­sínu­gult og styttist í það detti í rautt í al­þjóð­legri skil­greiningu á löndum.

Hann segir reynsluna sýna okkur að harðar að­gerðir beri sem skjótastan árangur og að við vitum öll hvað þurfti að gera til að stemma stigu við út­breiðslunni.

Víðir segist vera með miða á Þjóð­há­tíð en sé við­búinn því að hætta við för sína ef henni skyldi verða af­lýst.

Þá segir hann að við munum sjá á næstu dögum hversu margar spítala­inn­lagnirnar eru en þær eru yfir­leitt ekki fyrr en viku eða tíu dögum eftir að fólk greinist.