Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, segir Víði Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjón, njóta fulls trausts hjá sér. Þetta kom fram í við­tali við ráð­herrann í há­degis­fréttum Bylgjunnar.

Nokkur um­ræða hefur átt sér stað undan­farna daga um gesta­gang á heimili Víðis í að­draganda þess að hann og eigin­kona hans smituðust af CO­VID-19. Gagn­rýndu hann ein­hverjir á meðan aðrir hafa bent á að Víðir sé eins og við hin; mann­legur.

„Að sjálf­s­ögu nýtur Víðir Reynis­son míns trausts. Hans skila­boð til sam­fé­lagsins hafa verið mjög skýr í marga marga mánuði, alveg frá því far­aldurinn byrjaði í mars. Þrí­eykið hefur verið stærsta ás­stæða þess að Ís­land hefur náð góðum tökum á far­aldrinum í saman­burði við löndin í kringum okkur,“ segir Svan­dís.

„Hvað varðar ein­staka at­burði í lífum ein­staka fólks ætla ég ekki að tjá mig um það, það hefur Víðir gert sjálfur og það finnst mér að eigi bara að duga í þessu.

Ég er ekki í þessu em­bætti til að vega og meta ein­staka ein­stak­linga heldur setja megin­reglur til að freista þess að ná utan­um far­aldurinn.“

Að­spurð að því hvort henni þyki gagn­rýnin á Víði ó­sann­gjörn, segir Svan­dís:

„Sam­fé­lagið ræðir öll þessi mál. Það er eðli­legt. Ég held að við þurfum að nálgast CO­VID-19 og þennan far­aldur og allar að­gerðir af væntum­þykju líka, bæði gagn­vart sam­fé­laginu, okkur sjálfum og ekki síður hvert öðru.“