Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, er meiddur í baki og verður því ekki með á upplýsingafundi almannavarna í dag eins og til stóð.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins meiddist hann í baki og verður því heima í dag.

Alma. D Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni almannavarnadeildar, sem leysir Víði af.