Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn er ekki með CO­VID-19 og er laus úr sótt­kví. Hann fékk nei­kvætt svar úr sýna­töku sinni í gær.

Miklar líkur eru því á að kappinn muni stýra enn einum upp­lýsinga­fundi al­manna­varna síðar í dag. Í sam­tali við Ríkis­út­varpið segist Víðir vera brattur. Hann segir það, eðli­lega, gott að hafa greinst nei­kvæður.

Yfir­lög­reglu­þjónninn biðlaði í gær til al­mennings um að óska ekki eftir sýna­töku nema við­komandi sé með ein­kenni. Borið hefur á því að ein­kenna­laust fólk sem ekki er á síðasta degi sótt­kví hamist við að reyna að panta sér tíma í skimun.

Met­fjöldi sýna­greininga hefur farið fram undan­farna daga. Víðir segist aldrei hafa verið með ein­kenni og því hafi það ekki komið honum sér­stak­lega á ó­vart að hafa ekki greinst með veiruna.