Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna hjá embætti ríkislögreglustjóra, er í sóttkví.

„Ég var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn vera mjög smitandi þann dag sem ég hitti viðkomandi. Þar af leiðandi var ég settur í sóttkví samkvæmt þeim reglum sem við vinnum eftir,“ hefur Vísir eftir Víði.

Víðir verður því ekki á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn verður kl. 14 í dag.

Í gær greind­ust 38 ný smit af Covid-19 inn­an­lands.