Aðeins einn greindist með CO­VID-19 í gær og sá var í sótt­kví og í fyrra­dag greindist enginn. Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn, hefur hins vegar tals­verðar á­hyggjur af stöðunni og ítrekar við alla sem finna fyrir einkennum að fara í skimun.

„Við höfum á­hyggjur af því að það sé verið að taka færri sýni heldur en gert hefur verið undan­farið og þá vantar okkur skýringuna á því,“ segir Víðir í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Skýringin gæti verið sú að það séu færri með ein­kenni en á sama tíma erum við að heyra frá vinnu­stöðum að þetta sé í gangi og að fólk sé með kvef en það tali þannig það þurfi ekki að fara í sýn­töku því það eru svo fáir að smitast,“ segir Víðir og bætir við að þetta gæti valdið annarri bylgju í far­aldrinum.

„Við höfum á­hyggjur af því að þarna sé eitt­hvað að krauma sem kemur síðan upp. Þess vegna erum að við að leggja á­herslu á það núna að fólk fari í sýna­töku. Við þekkjum það alveg úr þessu að fólk er jafn­vel með lítil í ein­kenni í nokkra daga áður en það fer að veikjast. Þannig ein­hver sem er með lítil ein­kenni í tvo þrjá daga, fer í vinnuna, fer í ræktina og hittir fólk. Hann getur smitað ansi marga á þeim tíma og ef að margir svo­leiðis eru á ferðinni. Þá getur þetta komið mjög hratt í bakið á okkur,“ segir Víðir.

„Þrátt fyrir að það séu fáir að greinast núna á fólk að fara í sýna­töku um leið og það finnur fyrir ein­hverjum ein­kennum,“ bætir hann við.

Spurður um hvort það sé ekki mögu­legt að smit sé ekki út­breitt í sam­fé­laginu, segir hann að það gæti verið.

„Það er það sem við vonum og það er það sem er lík­legast en við höfum á­hyggjur af því hversu fáir eru að mæta í sýna­töku. Hlut­fall þeirra sem mætir í sýna­töku og greinist hjá okkur er mjög lágt yfir­höfuð hjá okkur og verið lengi. Þetta eru á­hyggjur sem við höfum. Við þekkjum það úr fyrri bylgjum eftir til­slakanir þá höfum fáum við aðra bylgju."

Það sem skiptir máli í þessu að mati Víðis er að fólk mæti í sýna­töku ef það er með minnstu ein­kenni.