Víðir Reynis­son yfir­lög­reglu­þjónn segir örugg­lega komna þreytu í fólk vegna sótt­varna­að­gerða vegna Co­vid-19 en nýjar sam­komu­tak­markanir tóku gildi á mið­nætti. Staðan á Land­spítala sé á­hyggju­efni og búast megi við því að hún verði enn erfiðari á næstu dögum vegna mikils fjölda smita.

„Ég held að það sé örugg­lega þreyta í fólki en mín til­finning er sú að í ljósi stöðunnar þá séu allir með skilning á því og munu taka þátt í þessu. Við sáum um helgina, þegar reglurnar um grímu­skylduna tóku gildi hversu góð þátt­takan var þá strax. Ég hef fulla trú á því að þessar reglur, sem eru ekki gríðar­lega í­þyngjandi, að fólk muni klár­lega taka þátt“, segir Víðir í sam­tali við Frétta­blaðið.

Mikill fjöldi sýna hefur verið tekinn undan­farið og langar raðir myndast í sýna­töku hjá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins á Suður­lands­braut.
Fréttablaðið/Stefán

Met­fjöldi Co­vid-smita greindist í dag og er það annan daginn í röð sem slíkt met er slegið. Víðir segir fjölda smita á­hyggju­efni. „Þessi fjöldi sem er að greinast á hverjum degi er mikið á­hyggju­efni, við höfum séð það að sjö til tíu dögum eftir að fólk er að greinast eru mestu veikindin að koma og það þýðir það að um helgina eða í byrjun næstu viku er lík­legt að það verði mjög þungt á­stand á Land­spítala, þyngist veru­lega. Það er mjög þungt núna en það gæti þyngst veru­lega upp úr helginni.“

Hann segir að fólk þurfi að taka fullt til­lit til þeirra regla sem nú eru í gildi og nota allar þær ráð­stafanir sem lands­menn þekkja svo vel. Hann bendir sér­stak­lega á hrað­prófin, þau auki eigið öryggi og öryggi sam­borgara þegar farið er á manna­mót.

Að­spurður um það hve­nær vænta megi að smitum fækki vegna hertra að­gerða segir hann það í fyrsta lagi koma fram eftir viku.

„Við höfum yfir­leitt séð í fyrsta lagi eftir viku hvaða á­hrif það hefur. Um­ræðan er búin að vera þannig, bæði fyrir helgina og þessa viku, að gildis­dagur reglanna verði ekki endi­lega það sem skiptir máli. Ég held að fólk verði að átta sig á því að það er mikil­vægt að bregðast við og sé byrjað á því nú þegar. Vonandi sjáum við árangur af reglunum fyrr, við vonum það. Við þurfum á því að halda.“

Flestir fylgja reglum um sótt­kví

Víðir segir lang­flesta hafa fylgt reglum um sótt­kví og ein­angrun. „Við erum með leið­beinandi eftir­lit sem hefur gengið mjög vel og ekki komið upp nein stór vanda­mál. Við höfum hjálpað fólki að finna lausnir með að­stöðu og annað slíkt. Það er helst þannig að fólk sé í sótt­kví og er ekki með bestu að­stöðuna, þá höfum við verið að finna leiðir til að koma með lausnir á því.“

Undan­farið hafa stór hóp­smit komið upp á lands­byggðinni, nú síðast á Akra­nesi og hafa lög­reglu­um­dæmi úti á landi staðið í ströngu við að halda utan um það. Víðir segir mikið álag á lög­reglu á lands­byggðinni.

„Það getur verið það, sér­stak­lega í litlum em­bættum þar sem komið hafa upp smit þegar margir lenda í sótt­kví þá snertir það lög­regluna líka. Eins og staðan er í dag er þetta í lagi. Við funduðum í gær með lög­reglu­stjórum í gær og það er gott á­stand hjá öllum, við­ráðan­legt á­stand en það er auð­vitað þungt. Lög­reglan, eins og aðrar stofnanir, er að lenda í því að starfs­menn fara í sótt­kví og ein­angrun.“

Ferða­menn koma um Kefla­víkur­flug­völl.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hann segir á­standið á landa­mærunum gott.

„Það gengur mjög vel á landa­mærunum. Þessi langi bið­tími sem var, hann er eigin­lega alveg horfinn. Það er búið að slípa til verk­lag og menn eru búnir að læra inn á kerfin. Þetta er farið að ganga miklu betur og það hafa ekki verið nein vanda­mál í tals­verðan tíma á landa­mærunum. Þessi bið­tími sem margir hafa talað um, hann er orðinn miklu styttri. Það er veru­legur munur á því. Það er að ganga vel og eins og ég segi, ekki að skapa neina flösku­hálsa sem eru að valda vand­ræðum. Við erum mjög sátt við stöðuna á landa­mærunum eins og staðan er.“

Nú hefur verið opnað fyrir flug ferða­manna frá Evrópu til Banda­­ríkjanna og við­búið er að því fylgi mikil aukning tengi­far­þega sem Víðir segir já­­kvætt. „Kerfin okkar og skipu­lagið á Kefla­víkur­flug­velli ráða á­­gæt­­lega við það. Auð­vitað er byggingin ekki hönnuð fyrir þetta, eðli­­lega ekki. Þetta er öðru­­vísi en menn eru vanir, þar sem hægt er að sækja töskuna sína og labbað beint út.“