Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn er enn­þá að jafna sig á því að hafa fengið CO­VID-19. Hann finnur ekkert bragð og enga lykt. Þetta sagði hann í kvöld­fréttum Ríkis­út­varpsins.

„Þetta er ömur­legur sjúk­dómur, ég þekki það bara af eigin reynslu,“ segir yfir­lög­reglu­þjónninn. Víðir smitaðist af CO­VID í nóvember síðast­liðnum og varð mjög veikur.

„Það er svo margt glatað við að fá þetta, þannig maður vonar bara að fæstir upp­lifi þessi miklu veikindi sem geta fylgt þessu,“ segir Víðir. „En við sjáum það alveg að þó að það sé verið að tala um að enginn sé al­var­legur eða eitt­hvað er fullt fullt af fólki með tals­verð ein­kenni þó það sé hætt að leggjast inn á sjúkra­hús, og að vera með niður­gang í marga dag er ekkert sér­stak­lega skemti­legt og sá sem upp­lifir það finnst það örugg­lega al­var­legt.“

Víðir finnur sjálfur enga lykt og ekkert bragð, mörgum mánuðum eftir sín eigin veikindi. „Mér finnst stundum að ég finni ein­hverja lykt en það er yfir­leitt ein­hver mis­skilningur.“