Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá ríkislögreglustjóra, á af­mæli í dag en hann er 53 ára gamall. Af því til­efni færði Anna Birna Jens­dóttir, stjórnarmaður hjá Sam­tökum fyrir­tækja í vel­ferðar­þjónustu, honum köku.

Anna Birna afhenti honum kökuna á dag­legum upp­lýsinga­fundi al­manna­varna­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra í dag

„Þetta er frá öllum fram­línu­starfs­mönnum sem starfa á öllum þessum hjúkrunar­heimilum landsins sem telja marga tugi og frá íbúunum sem horfa á sjón­varps­stjörnurnar, þrí­eykið alla daga klukkan tvö. Það eru allir límdir við sjón­varpið. Við ætlum að þakka fyrir okkur,“ sagði Anna Birna þegar hún færði Víði gjöfina.

Víðir sem hefur staðið í ströngu síðustu mánuðina sagðist vera afar þakk­látur fyrir þessa gjöf. Þá sagði yfirlögregluþjónninn að þessi hlýi hugur í hans garð framkallaði tár þegar hann tók við þessum þakklætisvotti.

„Ég fæ nú bara tár í augun,“ sagði Víðir hrærður við móttöku gjafarinnar. Við lok fundarins þakkaði hann svo fyrir gjöfina með því að senda framlínustarfsmönnum fingurkoss í gegnum myndavélina.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari