„Ég sagði strax í upp­hafi á þessu Co­vid-19 verk­efni að ég myndi gera mis­tök. Í dag gerði ég mis­tök,“ ritar Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra á twitter síðu sinni rétt í þessu. „Ég hélt því fram að 4 í­þrótta­fé­lög hefðu verið með æfingar. Það var rangt og ég biðst af­sökunar á því. Fullt af góðu fólki sem fékk að heyra það í dag að ó­þörfu #sorry #á­fram­þið,“ skrifar hann enn fremur.

Víðir sagði fyrr í dag að al­manna­vörnum hafi borist fjórar til­kynningar síðasta sólar­hringinn um að í­þrótta­fé­lög hefðu haldið æfingar þrátt fyrir skýr fyrir­mæli um að það væri bannað. Það mun ekki vera rétt og hefur hann nú beðist af­sökunar á þessu.

Frétta­blaðið greindi frá því á föstu­­­daginn að UMFÍ hafi borist mikið af til­­­­­kynningum um að í­­­þrótta­­­fólk væri enn að æfa saman þrátt fyrir sam­komu­bannið og til­­­­­mæli um annað.