Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varnar­sviði ríkis­lög­reglu­stjóra, er kominn í sótt­kví eftir að kórónu­veiru­smit kom upp í nær­um­hverfi hans.

Þetta stað­festir Jóhann K. Jóhanns­son, sam­skipta­stjóri hjá al­manna­varnar­deild ríkis­lög­reglu­stjóra, í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld.

Fram kemur að Víðir hafi farið í sýna­töku í dag en ekki reynst smitaður. Hann fer í sjö daga sótt­kví og aðra sýna­töku að henni lokinni.

Fleiri sem unnið hafa náið með Víði að undanförnu fóru einnig í sýna­töku í dag, þar á meðal Alma Möller land­læknir og Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir, en þau sýni sem voru tekin reyndust vera nei­kvæð.

Víðir fór í sótt­kví í septem­ber síðast­liðnum eftir að hafa verið í sam­skiptum við ein­stak­ling sem var mjög smitandi þann dag sem hann hitti við­komandi.

Þriðja bylgja kórónu­veirufar­aldursins hér á landi er í rénun, en þrjú innan­lands­smit greindust í gær. Alls eru tæp­lega 200 manns í ein­angrun vegna CO­VID-19 hér á landi.