Við­gerðum í nýja Herjólfi er lokið og er hann kominn aftur á á­ætlun en þetta stað­festir Guð­bjartur Ellert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs, að því er fram kemur á vef RÚV.

Eins og fram hefur komið bilaði glussa­kerfi aftur­hlera ferjunnar í dag. Var þess vegna ekki hægt að opna aftur­hlerann, þar sem bílum er venju­lega ekið út við komuna til Eyja. Við það til­efni kom gamli Herjólfur í stað hins nýja og riðluðust á­ætlanir því ekkert.

Að sögn Guð­bjarts voru vél­stjórar fé­lagsins fljótir að bjarga málunum. Gamli Herjólfur sé því kominn aftur á sinn stað eftir eina ferð. Það hafi reynst vel að hafa að­gang að ferjunni þegar svona mál komi upp.