Fram­kvæmdir við við­byggingu Stjórnar­ráðsins hefjast ekki fyrr en eftir ár. Margt hefur tafið. Fyrst forn­leifa­upp­gröftur en síðar nýjar út­færslur á teikningum hússins, þar sem fremur er gert ráð fyrir al­rými en einka­skrif­stofum.

Fyrstu hug­myndir um stækkun Stjórnar­ráðsins eru frá aldar­byrjun en þær gerðu ráð fyrir sex hæða húsi á milli Banka­strætis og Hverfis­götu.

Á sama tíma og málið hefur velkst um í kerfinu hefur starfs­manna­fjöldi í ráðu­neytinu aukist til muna og hefur það þurft að leigja hús­næði sunnar í Lækjar­götu auk rúmrar að­stöðu sem það hefur leigt um ára­bil í neðsta hluta Hverfis­götu.

Al­þingi sam­þykkti loks á­lyktun árið 2016 um sam­keppni um hönnun við­byggingarinnar. Tveimur árum seinna af­henti af­henti Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra verð­laun í þeirri sam­keppni fyrir mun lág­stemmdara hús í bak­garði Stjórnar­ráðsins, en fyrstu hug­myndir gerðu ráð fyrir, en á­ætlað er að það verði 1.100 fer­metrar.