Að­stand­endur skipu­lagðra tón­leika og við­burða hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir biðla til stjórn­valda um að þrengja ekki frekar að á­byrgu við­burðahaldi á næstu vikum og mánuðum.

„Við­burða­iðnaðurinn á Ís­landi hefur tekið á sig gríðar­legt högg í heims­far­aldrinum og al­gert lífs­spurs­mál er fyrir tón­listar­fólk og skemmti­krafta að komast aftur upp á svið og vinna vinnuna sína,“ segir í sam­eigin­legri yfir­lýsingu frá fjölda skemmti­krafta.

Í til­kynningunni segir að ljóst sé að það muni enda með ó­sköpum ef á­fram verður þrengt að við­burðum með þeim hætti sem hefur við­gengist hingað til.

„Við sem hér tölum erum þess full­viss að við getum boðið fólki upp á örugga leið til þess að njóta menningar og skemmtunar á skipu­lögðum sitjandi við­burðum — í um­hverfi sem er ger­ólíkt sam­komum þar sem margir koma saman án sér­staks eftir­lits,“ segir í til­kynningunni.

Við­burðir geta farið fram með öruggum hætti, segir í bréfinu, með númeruðum sætum, grímu­skyldum og jafn­vel hrað­prófum. Þá sé bólu­setningar­hlut­fallið einnig mjög hátt nú þegar.

„Að því sögðu er það um­hugsunar­vert að yfir­völd hér á landi geri við­burða­hald erfiðara og flóknara í fram­kvæmd hér en víða í ná­granna­ríkjum okkar, með auknum kröfum um hrað­próf, fjar­lægðar­tak­markanir og hópa­myndun. Enda­laus ó­vissa, breytingar á sótt­varnar­reglum og stefnu­breytingar gera okkur ó­mögu­legt að skipu­leggja við­burði — með til­heyrandi kostnaði, tap­rekstri, á­hættu og hreinni tíma­sóun,“ segir í til­kynningunni.

Tekið er fram að vilji sé fyrir hendi um að virða sótt­varnir og fylgja settum reglum. „En á móti viljum við að okkur sé sýnd sú virðing að dyrum menningar­lífsins sé ekki skellt enn og aftur í lás og þeir við­burðir sem þó eru í boði, innan settra reglna, séu talaðir niður af yfir­völdum og slegnir af.“

Undir yfir­lýsinguna skrifa eftir­farandi ein­staklingar eða hópar:

Ís­leifur B. Þór­halls­son / Sena og Banda­lag ís­lenskra tón­leika­haldara

Björg­vin Hall­dórs­son

Jóhanna Guð­rún Jóns­dóttir

Víkingur Heiðar Ólafs­son

Sig­ríður Bein­teins­dóttir

Eiður Arnars­son/Todmobile ehf./TMB E­vents ehf.

Ari Eld­járn

Frið­rik Ómar Hjör­leifs­son/Rigg við­burðir

Lára Sól­ey Jóhanns­dóttir

Einar Speig­ht, Smári Hrólfs­son/Dægur­flugan

Bubbi Morthens

Emm­sjé Gauti

Stein­þór Helgi Arn­steins­son

Páll Óskar Hjálm­týs­son, Monika Aben­droth

Hera Björk Þór­halls­dóttir/HB Músík

Ey­þór Ingi Gunn­laugs­son

Bragi Valdimar Skúla­son, Guð­mundur Kristinn Jóns­son, Guð­mundur Páls­son, Karl Sigurðs­son

Guð­munds­son og Valdimar Guð­munds­son

Magni Ás­geirs­son

Frið­rik Dór, Jón Jóns­son, Þor­kell Máni Péturs­son/Paxal ehf.

Þor­valdur Bjarni Þor­valds­son/Menningar­fé­lag Akur­eyrar