Nokkur við­búnaður var á Kefla­víkur­flug­velli síð­degis í dag vegna veikinda far­þega um borð í vél Icelandair frá Amsterdam, sem lenti klukkan 15:00 í dag.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins var í fyrstu óttast að um væri að ræða kóróna­veiru­smit. Heil­brigðis­starfs­fólk Kefla­víkur­flug­vallar fór um borð og ein­kenni sjúk­lingsins skoðuð.

Í ljós kom að ein­kennin voru ekki þess eðlis að um væri að ræða kóróna­veiru­smit. Sjúk­lingurinn var færður um borð í sér­staka sjúkra­bif­reið á vellinum.

Ekki náðist í Ás­dísi Ýr Péturs­dóttur, upp­lýsinga­full­trúa Icelandair við vinnslu þessarar fréttar.

Frétt uppfærð klukkan 16:54:

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að upp hafi komið veikindi í umræddri vél. Hins vegar hafi ekki verið grunur um að um væri að ræða kórónaveirusmit.

Stjórnvöld hafi hins vegar virkjað viðbragðsáætlun í kjölfarið og verði að svara fyrir það hvers vegna um var að ræða eins mikinn viðbúnað og raun bar vitni.