Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu var með nokkurn við­búnað í Fella­hverfi í Breið­holti. Þetta kemur fram í stuttri til­kynningu frá lög­reglunni.

Þar segir að lögreglan hafi haft afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í hverfinu. Grunur lék á um að einn mannanna væri vopnaður.

Segir í tilkynningunni að svo hafi ekki reynst vera. Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu.

Fréttin var uppfærð kl. 19:17.