Í­búar í mið­borg Reykja­víkur eru sumir gagn­rýnir á við­veru sér­sveitar­jeppa í mið­borginni, nánar til­tekið á göngu­götu á Lauga­veginum. Um­ræður eru um þetta á í­búa­hópi á Face­book en lög­regla segir við­búnað í mið­bænum verða með sama móti um þessa helgi og síðustu.

Eins og greint hefur verið frá hefur lög­regla síðast­liðnu daga verið með aukna við­veru í mið­borginni. Var það sér­stak­lega síðustu helgi eftir að skila­boð gengu manna á milli um meintar hefndar­á­rásir vegna hnífs­tungu á Banka­stræti Club sem myndu jafn­vel beinast gegn al­mennum borgurum. Allt var þó með kyrrum kjörum síðustu helgi en fámennt í miðbænum.

Íbúi nokkur að nafni Arnar Guð­munds­son birtir í gær­kvöldi mynd af sér­sveitar­jeppa á Lauga­veginum þar sem má sjá að bíllinn er með kveikt á bláu ljósunum.

„Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu, er þetta grín? Risa­vaxnir elds­neytis­hákar með skær­blá ljós akandi innan um gangandi á göngu­götum. Og sitjandi svo með tækin í lausa­gangi án sjáan­legs neyðar­til­fellis,“ skrifar Arnar.

„Ég man þegar sýni­leg lög­gæsla fólst í gangandi lög­reglu­þjónum sem heilsuðu gestum og gangandi. Þessi fram­koma minnir því miður meira á virka þátt­töku í gengja­á­tökum en til­raun til að skapa öryggis­til­finningu hjá veg­far­endum og í­búum.“

Grímur Gríms­son segir í sam­tali við Frétta­blaðið að við­búnaður lög­reglu í mið­bænum þessa helgi verði ó­breyttur. „Þangað til annað verður gefið út.“

Ein­hverjir í­búar taka undir með Arnari, aðrir segja lög­reglu­menn ein­fald­lega vera að vinna sína vinnu. Hann segir „fer­líkið“ eins og hann kallar bílinn hafa ekið á undan sér á leið heim úr bíó og svo setið í lausa­gangi rétt ofan við Ingólfs­stræti.

Mynd/Facebook