Kamilla Sig­ríður Jósefs­dóttir, smit­sjúk­dóma­læknir, greindi frá því á upp­lýsinga­fundi í há­deginu, að það hafi verið við­búið að fjöldi fólks yrði veikt eftir bólu­setningu með bólu­efni Jans­sen, en 6,500 manns voru bólu­sett með efninu í gær.

Bólu­setningar höfðu veru­leg á­hrif á starf­semi leik- og grunn­skóla í dag þar sem loka þurfti heilu deildunum vegna veikinda starfs­fólks.

Kemur ekki á óvart

„Þetta kemur í sjálfu sér ekki á ó­vart, niður­stöðurnar úr fyrst rann­sóknunum frá Jans­sen bentu til að tíðni flensu­líkra ein­kenna sem eru hiti, hrollur og ein­hver al­mennur slapp­leiki væri ekki mikið minni heldur en hjá AstraZene­ca,“ út­skýrði Kamilla.

Reynslan hafi sýnt að hér á landi hafi flensu­ein­kenni verið heldur meiri en rann­sóknir gáfu til kynna. „Þannig að við í rauninni bjuggust svo­lítið við þessu.“

Til skoðunar er að breyta fyrir­komu­lagi í bólu­setningu til að minnka álag á leik- og grunn­skóla­starf­semi. „Það er verið að skoða að gera þetta auð­veldara og boða bara fá­eina frá sama leik­skóla á sama tíma, en þetta er frekar erfitt í kerfinu eins og er.“

Skoða mætti hvort skólarnir myndu senda færri en boðaðir væru í bólu­setningu á sama tíma. „Þá fengju þau boðið aftur seinna.“ Það sé hins vegar erfitt í fram­kvæmd.