Leggja áherslu á:


-Tilfinningalegan stuðning, leyfa þolanda að tala og hlusta vel.


-Praktískan stuðning, hjálpa við að fylgja málinu eftir, finna faglega aðstoð, upplýsingar og fleira.


-Viðurkenna alvarleika málsins.


- Hrósa fyrir hugrekki til að segja frá.

Forðast:


-Að taka ofbeldið ekki alvarlega, að trúa ekki þolanda, að kenna þolanda um, bæði beint og óbeint. Til dæmis spurningar um klæðaburð, áfengi og annað sem gæti gefið í skyn að þolandi hefði getað komið í veg fyrir ofbeldið.


-Að taka stjórn frá þolanda, til dæmis með því að leita til læknis eða lögreglu án þess að þolandi sé því samþykkur.


-Að dreifa athyglinni og reyna að tala um eitthvað annað.


-Að sýna sjálfhverf viðbrögð, til dæmis með því að gráta mikið. Getur látið þolanda finna fyrir sektarkennd.