Svan­­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra vinnur nú á­samt Þór­ólfi Guðna­syni sótt­varna­lækni að nýrri reglu­gerð er varðar sótt­varnir hér­lendis eftir að Lands­réttur vísaði kæru sótt­varna­læknis um skyldu­dvöl í sótt­varnar­húsi frá í dag.

„Það sem við erum að gera núna í þessum töluðum orðum er að fara yfir mögu­­leika á því að skýra á­­kveðna þætti í reglu­­gerð sem við erum með á grund­velli gildandi laga. Sem lýtur aðal­­­lega að sam­­spili heima­­sótt­kvíar við aðra þætti. Við erum að skoða það,“ segir Svan­dís í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Ég vonast til þess að við getum látið þetta taka gildi eins fljótt og hægt er. Við sótt­varna­læknir höfum talað um það að við reynum að ná mark­miðum fyrri ráð­­stafana eins vel og við getum. Svo þarf að leggja mat á það hversu ná­lægt því við komumst. Ég úti­­­loka það ekki að við gætum lagt til að það yrði að fara fram ein­hvers konar breyting á sótt­varna­lögum en fyrst um sinn ætlum að við að fara þessa leið í gegnum reglu­­gerð og fram­­kvæmdina,“ segir Svandís.

Í frávísun Lands­réttar var vísað til skorts á lög­vörðum hags­munum enda fólkið sem kærði skyldu­dvölina ekki lengur í sótt­kví. Héraðs­dómur stendur því ó­haggaður en í úr­skurði var byggt á því að á­kvæði í reglu­gerð ráð­herra um skyldu­dvöl í sótt­varnar­húsi, skorti laga­stoð þar sem farið sé út fyrir heimildir sem sótt­varna­lög leyfi.

„Það sem við erum að hugsa er hvaða skil­yrði þarf að upp­­­fylla til að klára sótt­kví heima og sjá hvernig það spilar saman við aðra þætti í sótt­vörnunum. Mark­miðið er að reyna koma í veg fyrir eins og okkur er kostur að það komi smit inn í sam­­fé­lagið. Það mark­mið hefur ekkert farið frá okkur þó að Lands­réttur hafi vísað þessum á­lita­­málum frá,“ segir Svan­dís um breytingarnar.

Skýrari og strangari skilyrði fyrir heimasóttkví

Kári Stéfans­son, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í gær að mark­miðið með skyldu­dvölinni væri að koma í veg fyrir að fólk brjóti sótt­kví en til væru þó nokkur dæmi um það.

Spurð um hvort verið sé að skoða mögu­leikann á hertu eftir­liti með heima­sótt­kví eða frekari refsi­heimildi fyrir brot á sótt­kví, segir Svan­dís að verið sé að reyna koma í veg fyrir slík brot með að­gerðunum.

„Það er náttúru­­lega mark­miðið að við reynum að búa þannig um fótanna að það séu minni líkur á því að sótt­kví sé rofinn. Því það er það sem er að valda smitunum inn í sam­­fé­lagið og það er það sem var grunnurinn fyrir þessum ráð­­stöfunum sem voru til um­­fjöllunar í héraðs­­dómi.“

Spurð um hvort það verði heimild í nýju reglu­gerðinni til að skylda fólk í far­sóttar­hús, segir Svan­dís að verið sé að skoða hvernig sé hægt að gera skil­yrði strangari og skýrari fyrir heima­sótt­kví.

„Við erum að skoða með hvaða hætti við tryggjum í reglu­­gerð að skil­yrði séu strangari og skýrari að því er varðar heima­­sótt­kví sem að þarf að upp­­­fylla en ella þurfa maður að vera í sótt­varnar­húsi“

Tekur gildi á næstu dögum

Spurð um hvort hún muni leggja fram frum­­varp til að renna stoðum undir reglu­­gerðar­á­­kvæðið sem var deilt um, úti­­lokar Svan­­dís það ekki.

„Ég úti­­­loka það ekki en þetta eru fyrstu skref. Þetta er það sem við ætlum að gera fyrst og sjá hvað við komumst á­­leiðis að þeim mark­miðum að verja al­­menning fyrir frekari smitum.“

Spurð að lokum um hve­nær má vænta þess að nýja reglu­gerðin taki gildi segir Svan­dís það verði á næstu dögum. „Við erum bara að vinna að henni og vonumst til að þess að hún taki gildi á næstu sólar­hringum.“