Í skýrslu sem gefin var út í dag segir að við­brögð lög­reglu og annarra við­bragðs­aðila hafi verið mis­heppnuð, að skortur hafi verið á yfir­sýn og að rangar á­kvarðanir hafi verið teknar. Skýrslan er 77 blað­síðna löng og er gefin út af þinginu í Texas-fylki í Banda­ríkjunum.

Tuttugu og einn létu lífið þegar vopnaður maður gekk inn í Uvald­e skólann 24. maí síðast­liðinn og skaut þá sem urðu á vegi hans. Margir hafa gagn­rýnt við­brögð lög­reglu, þar á meðal for­eldrar þeirra ní­tján barna sem létust í á­rásinni.

Tæp­lega fjögur hundruð lög­reglu­menn voru kallaðir á vett­vang en lé­legt skipu­lag og rangar á­kvarðanir hömluðu getu lög­reglunnar til þess að bregðast við á­rásinni.

Lög­reglan beið í klukku­stund áður en þau loks náðu sam­bandi við á­rásar­manninn en hann lést síðan eftir skot frá lög­reglunni.

Skýrslan varpar ljósi á hvernig lög­reglu­mennirnir voru hópaðir saman á göngum skólans án þess að hafa nokkuð skýra mynd um hvað þeir skyldu gera. Pete Arredondo, lög­reglu­stjórinn í Uvald­e, segist sjálfur ekki hafa upp­lifað að hann væri með stjórn á við­bragð­steyminu.

Niður­stöður skýrslunnar sýna að einn stjórnandi við­bragð­steymis hefði geta stýrt við­bröðgum lög­reglu að utan og þannig hefði lög­reglunni tekist að buga á­rásar­manninn fyrr, en það var ekki gert.

Mynd­bönd sem birt voru fyrr í vikunni af við­bröðgum lög­reglunnar í skólanum hafa dreifst víða um net­heima og lög­reglan í Uvald­e sætt gagn­rýni fyrir hæg við­brögð, en mynd­bandið sýnir lög­reglu­menn dúsa á göngum skólans á meðan skotum er hleypt af inni í skólanum.